25.3.2008 | 13:34
Sérskreyttar tertur vinsælar.

Það er búið að vera mikið að gera í sérskreyttum ístertum frá Kjörís í ár. Nú er svo komið að fyrirvarinn til að panta slíkar tertur er 2-3 vikur, all eftir hvert á land tertan á að sendast. Í tertudeildinni er unnið dag og nótt við að anna sem flestum án þess þó að það komi niður á glæsileika vörunnar. Viljum við koma því á framfæri að fólk hugsi þessi mál í tíma og panti með góðum fyrirvara því allt of oft er verið að panta sérskreytta vöru sem ísterturnar eru með nokkurra daga fyrirvara!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2008 | 08:51
Mjúkís ársins 2008 kominn á markað.
Kjörís hefur sett á markað Mjúkís ársins 2008 líkt og undangengin ár. Ís ársins í ár er gul-leitur Mjúkís með sítrónú sósu og marengsbitum. Ísinn gefur ferskt en milt sítrónubragð og kemur skemmtilega á óvart. Ísnum hefur verið dreyft í allar búðir og ætti að vera komin á einhver heimili nú þegar.
Ísinn var á borðstólum á Ísdegi Kjörís sl. haust og voru móttökur þar góðar. Ekki úr vegi að smakka og bjóða bragðlaukunum eitthvað nýtt í vetrarríkinu þessa dagana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 15:59
Gleðilegt nýtt ís-ár.
Jólasalan gékk vel hér í Kjörís og þegar farið að huga að fermingum í framleiðslunni sem og sumarsölunni. Vert að minna á að það eru komnar nýjar myndir (nokkrar útgáfur) af sérskreyttum tertum sem hægt er að gera hér í Kjörís. Í myndaalbúmi hér á síðunni til vinstri er hægt að skoða inn settar myndir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 09:40
Nýr Nóa Síríus-ís frá Kjörís á markaðinn.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 23:10
Kjörís blogg

Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)